Verðlisti
Almenn Básaleiga
- 5 dagar 5.990kr
- 10 dagar 9.990 kr
- 15 dagar 13.990 kr
- 20 dagar 16.990 kr
- 25 dagar 19.990
- 30 dagar 24.990
Lúxus Básaleiga
- 30 dagar 27.990 kr
- 40 dagar 34.990 kr
Innifalið í verði eru herðatré, þjófavarnir, merkibyssa til að verðmerkja, gufuvélar til notkunar, þjófavarnir 300 útprentuð verð/strikamerki og 50 merkimiðar.
Auka Kostnaður
- Auka útprentun af verðmiðum, 20 kr. fyrir 5 stykki
- Auka merkimiðar fyrir fatnað, 100 kr. fyrir 10 stk
- Við tökum til í básnum þínum daglega, 400 kr./dagurinn eða 2000 kr./vikan
- Við tæmum básinn fyrir þig í lok leigutíma, 3.000 kr. (fyrirfram ákveðið)
- Við tæmum básinn fyrir þig í lok leigutíma, 5.000 kr (ef ekkert samkomulag hefur verið gert)
- Stærri vörum (t.d. barnavagni, vöggu eða barnastól) má koma fyrir í sameiginlegu rými fyrir stórar vörur og kostar það 300 kr aukalega (mikilvægt að láta starfsfólk vita áður) - merkja skal vöruna með dagsetningu, og varan má vera í versluninni einungis á meðan á leigutíma stendur, þó að hámarki 14 daga.
Verðin sem gefin eru upp eru með virðisaukaskatti. Þóknun fyrir Almenna þjónustu (22%) og Lúxus þjónustu (42%) verður sjálfkrafa dregin af heildarsölu áður en söluhagnaður er greiddur út til básaleigjanda.
Allir básaleigjendur hafa aðgang að fataslá, hillu fyrir ofan og neðan. Ath. það er stranglega bannað að setja stóra og þunga hluti ofan á básinn. Hægt er að setja yfirhafnir á sameiginlegan úlpuvegg.
Innifalið í verði fyrir Lúxus þjónustu er allt fyrir ofan og að auki sækjum við vöruna heim til þín, setjum upp básinn, fyllum á básinn eftir þörfum, tökum til í básnum daglega og pössum upp á að allt sé snyrtilegt. Tökum niður bás í lokin, pökkum vörum og geymum í allt að 7 daga án aukagjalds. Engin aukagjöld eru á verðmiðum, merkimiðum eða stórum hlutum.