Um okkur

Ríteil kids er fjölskyldufyrirtæki sem samanstendur af foreldrum og sjö börnum. Í dag eru sífellt fleiri að verða meðvitaðir um áhrif neytenda á jörðina okkar og mikilvægi þess að endurnýta allt sem við mögulega getum og þar af leiðandi ákváðum við að leggja okkar af mörkum og opna flotta verslun sem selur notaðar vörur fyrir alla. Það eru margir sem einfaldlega hafa ekki tíma til að endurselja fötin sín og þar kemur Lúxus þjónustan sterk inn. 

Gerum okkar besta og hugum að framtíðinni fyrir okkur, börnin okkar, barnabörn og komandi kynslóðir.