Ferlið
Val á þjónustu
Við bjóðum upp á tvær þjónustur:
-
Hefðbundin básaleiga
-
Lúxus básaleiga – fyrir þá sem vilja láta okkur sjá um allt ferlið.
Hefðbundin básaleiga
Bókun
-
Þú velur bás (almennur eða hillubás) og leigutíma: 5, 10, 15, 20, 25 eða 30 dagar.
-
Þú velur upphafsdag og hvaða bás þú vilt, fyllir út persónuupplýsingar og greiðir.
-
Þú færð staðfestingarpóst með upplýsingum.
Skráning á söluvörum
-
Skráðu þig inn á Mitt Ríteil → Vörur → Bæta við vöru.
-
Skrifaðu skýra lýsingu, t.d. „Molo bolur“, og settu inn æskilegt verð.
-
Við mælum með að bæta við myndum til að auka sýnileika á vefnum.
Uppsetning básar
-
Þú mætir í verslun okkar í Holtagörðum og setur upp básinn:
-
Daginn fyrir leigu frá kl. 16:00
-
eða kl. 11:00 á upphafsdegi (kl. 12:00 á sunnudögum).
-
-
Ef þessi tími hentar ekki, hafðu samband: riteilkids@riteil.is.
-
Við afhendum verðmiða og merkibyssu og þú færð aðgang að fataslám, merkimiðum, þjófavörnum, herðartrjám, buxnaherðatrjám og gufuvélum.
Umsjón með bás
-
Starfsfólk reynir að halda básinum snyrtilegum, en við mælum með að þú mætir reglulega til að fylla á og fylgjast með básnum.
-
Þú getur gefið óseldar vörur til góðgerðarmála með því að senda okkur tölvupóst fyrir lok leigutímabils.
Lúxus básaleiga
Bókun
-
Þú velur leigutíma: 30 eða 40 dagar, upphafsdag og bás.
-
Þú fyllir út persónuupplýsingar og greiðir, og færð staðfestingarpóst.
Þjónustan innifalin
-
Við sækjum vörurnar a.m.k. viku fyrir leigutímabil (á höfuðborgarsvæðinu) og sjáum um allt:
-
Tökum myndir af vörum
-
Verðmerkingar
-
Gufun
-
Þjófavarnir (yfir 2.500 kr.)
-
Röðum vörunum snyrtilega upp í básinn
-
Fyllum reglulega á og tökum til
-
Pökkum vörunum að lokinni leigu
-
Geymum vörur í allt að 7 daga án auka gjalds
-
-
Þú getur einnig komið með vörurnar til okkar í Holtagarða og við sjáum um rest.
Verðlagning og afslættir
-
Þú getur annað hvort:
-
Verðlagt vörurnar sjálf/ur, eða
-
Gefið okkur leyfi til að verðleggja.
-
-
Ef þú vilt verðleggja sjálf/ur eða breyta verði, þarf að láta vita með tölvupósti.
-
Afslættir (15 %, 25 %, 30 %, 50 %, 70 %) eru veittir í samráði við starfsfólk.
-
Ef þú vilt ekki setja ákveðnar vörur á afslátt getur þú fjarlægt þær úr sölu áður en þú virkjar afsláttinn.
Almenn atriði fyrir báðar þjónustur
Vörur á vefnum og samfélagsmiðlar
-
Við mælum með að þú takir góðar myndir af vörunum og deilir á samfélagsmiðlum eins og Instagram og Facebook til að auka sýnileika og sölu.
Fylgjast með sölu
-
Þú getur fylgst með sölunni þinni í Mitt Ríteil.
Breytingar á verði
-
Verðbreytingar eru gerðar í Mitt Ríteil → Vörur → Veldu vöru → Breyta verði.
-
Komdu í verslun til að fá nýjan verðmiða ef þú breytir verði.
-
Strikaðir merkimiðar eru ógildir – varan selst samkvæmt verði í sölukerfi.
Lok básaleigu
Hefðbundin leiga:
-
Þú þarft að tæma básinn síðasta dag leigu fyrir kl. 16:00.
-
Næsti leigjandi fær aðgang tveimur tímum fyrir lokun daginn áður en hans leiga hefst.
-
Mættu í afgreiðslu, sýndu skilríki, og fáðu leiðbeiningar um frágang.
-
Ef þú kemst ekki:
-
Samkomulag fyrir kl. 16:00: við tæmum básinn fyrir þig gegn 3.000 kr. gjaldi.
-
Engin tilkynning: við tökum niður básinn og rukkun er 4.000 kr.
-
Geymsla: 1.000 kr. á dag, mest í 7 daga. Eftir það verða vörurnar eign Ríteil.
-
Lúxus leiga:
-
Við pökkum vörunum og geymum þær frítt í allt að 7 daga.
-
Ef óseldar vörur eiga að fara í góðgerðarstarfsemi, vinsamlegast sendu okkur póst fyrir lok leigutímabils.
Hafðu samband
Ef eitthvað er óskýrt eða spurningar vakna er um að gera að hafa samband við okkur! riteilkids@riteil.is
454-0051
Við erum alltaf til í að aðstoða!